Lífsins lausnir

Segist ráfa um skóg vonbrigða,
ánægjan flogin upp til óbyggða.
Þó svo leiðin virðist þyrnum stráð
í þínu hjarta leynast lífsins ráð
leynast lífsins ráð.

Ávallt virtu
hjartans birtu,
hún þig leiðir,
sorgum eyðir.

Sjáðu ljósið
sem þú finnur djúpt þér innra með.

Lífsins lausnir
inní þér
inní þér
inní þér.

Þegar lífið virðist ósanngjarnt,
veðrið í sálinni er vindasamt,
þú skalt kafa eftir innri trú.
Hún yfir fljótið breiða byggir brú,
hún mun byggja brú.

Ávallt virtu …

Með brostna drauma og vonina veika
þarft að finna þína styrkleika.
Því með vilja þú munt finna þína fjöl.
Von ei lengur föl.
Gleymir allri kvöl.
Kemst á réttan kjöl.

Lífsins lausnir
inní þér
inní þér
inní þér.

 

Lag og texti: Jón Jónsson