ÞEGAR ÉG SÁ ÞIG FYRST

Þegar ég sá þig fyrst þá ég vissi það.
Enginn vafi, tíminn stóð í stað.
Allt var svo hljótt og umhverfið svaf.
Þetta var ást sem ég einn vissi af.

Er ég vakandi, eða hvað?
Þú þyrftir helst að segja mér það.
Þú ert sem draumur minn.
Þú ert fullkomin.

Og þessi ást er bæði sönn og heit.
Heitari en nokkur maður veit.
Og þú ert í raun og veru til,
þú ert sú eina sem ég vil.
Bjarmi bláu augna þinna
og hlýlegt brosið veita mér yl.

Er ég vakandi, eða hvað?
Þú þyrftir helst að segja mér það.
Þú ert sem draumur minn.
Þú ert fullkomin.
Þú ert sem draumur minn.
Þú ert fullkomin.

 

Lag og texti: Jón Jónsson